Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar hann er meiðslafrír í smá tíma er hann á þessu getustigi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Breki Þórðarson skoraði mark KA í 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki á Kóapvogsvelli í gær.

Mikael er fæddur árið 2007. Hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í gær og skoraði sitt fyrsta mark í sumar en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA síðasta sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Það hefur verið gagnrýnt að ungir leikmenn fái ekki mikinn séns hjá KA. Hallgrímur Jónasson hrósaði Mikael í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Hann er frábær leikmaður. Því miður hefur hann lent í svolítið af meiðslum á sínum ferli. Þetta er ekki fyrsta markið sem hann skorar fyrir okkur og ekki það síðasta," sagði Haddi.

„Hann sýndi það í dag að þegar hann er meiðslafrír í smá tíma er hann á þessu getustigi. Við vitum það allir í KA, við erum búnir að sýna honum þolinmæði, höfum verið tilbúnir að bíða eftir honum. Hann er að vinna í sínum málum, hann var virkilega sterkur í dag."
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Athugasemdir
banner