Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 16:21
Brynjar Ingi Erluson
Undrabarnið með mark og stoðsendingu á þremur mínútum
Rio Ngumoha er nafn sem þarf að leggja á minnið
Rio Ngumoha er nafn sem þarf að leggja á minnið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool þarf ekki að fara á markaðinn í leit að arftaka Luis Díaz því hann er nú þegar fundinn.

Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha hefur verið að heilla á undirbúningstímabilinu.

Hann skoraði í síðasta æfingaleik liðsins í Asíuferð liðsins og var hann þá rétt í þessu að gera sitt fyrsta mark á Anfield og koma Liverpool í 1-0 í fyrri leiknum gegn Athletic Bilbao og lagði upp annað stuttu síðar.

Ngumoha hljóp með boltann frá miðjunni, upp að teignum áður en hann afgreiddi boltann snyrtilega í hægra hornið. Glæsilegt mark hjá Englendingnum.

Sjáðu markið hjá Ngumoha

Þremur mínútum síðar lagði hann upp annað mark liðsins fyrir Darwin Nunez. Gríðarlegt efni þarna á ferð og verður gaman að sjá hvort hann fái traustið frá Arne Slot á komandi tímabili.

Sjáðu markið hjá Nunez og stoðsendingu Ngumoha
Athugasemdir
banner