„Fyrstu viðbrögð er bara þegar maður hefur engu að keppa þá er þetta svoldið æfingaleikur fyrir mér, mér fannst svolítill æfingaleikja bragur á þessu og hérna við komum ekki vel gíraðir í leik en vöknum þegar við fáum mark á okkur en við klúðrum nottlega urmum af færum það vantaði gott orkustig í liðið fannst mér." Sagði Alexander Aron þjálfari Aftureldingar eftir 2-2 jafntefli við Fram.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 2 Fram
„Klárlega þær skoruðu úr 2 föstum leikatriðum eitt úr hornspyrnu og eitt úr aukaspyrnu af 30 metrunumþannig þær voru ekkert að opna okkur neitt í leiknum en klárlega áttum við að gera betur en ánægjulegt hva við erum að koma okkur í góðar stöður en svona er þetta bara stundum"
Það var umtalað gula spjald Jóhönnu í leiknum hvort það hefði átt að vera annar litur á því.
„Sko málið er að ef þú ert aftasti maður og ert sloppinn í gegn fyrir utan teig þá er það bara rautt og aukaspyrna og ef maður brýtur inn í teig þá er það gult og víti þannig já mér fannst það en það var hvort sem er ekkert undir í þessum leik þannig fínt bara að fá 11 á móti 11 en ef þetta hefði verið aðeins mikilvægari leikur hefði maður ekkert verið sáttur"
Alexander var spurður um hvort hann væri að hætta af störfum í Aftureldingu og hvort það séu einhver plön á næsta tímabili.
„Staðan er þannig að við erum búinn að vera í þessu eða allavega ég í 5 ár og teymið í 3 og hálft ár og nú er bara kominn tími að breyta til þetta er búinn að vera einn besti tími minn bara í fótbolta og ég er búinn að spila með mörgum hópum og mörgum liðum og það eru bara geðveik forréttindi að fá að vera hérna í félaginu mínu og erum búinn að gera magnaða hluti, fara upp um deild og fara niður aftur og gera ótrúlega margt og svona er þetta bara og okkur finnst bara að tímapunkturinn sé bara kominn að stíga út úr þessu og prófa einhvað annað eða bara fara spila sjálfur maður veit aldrei hvað maður gerir"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.























