Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 04. október 2020 19:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Þetta var barátta við klukkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við HK og KR í Pepsi-Max deild karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli en Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

"Ég held að þetta voru bara sanngjörn úrslit, við vorum að reyna hanga á þessu marki sem við skorum í fyrri hálfleik og mikil þreyta í liðinu sem sást í síðari hálfleik og reyndum að peppa drengina í að gefa allt sem þeir gátu og þeir reyndu það, fúlt að fá þetta mark á sig í lokin þegar við erum búnir að verjast svona vel og við vorum með 4-5 leikmenn nánast haltrandi á vellinum og það er búið að vera mikið álag á okkur, margir leikir á skömmum tíma, kannski meira en HK í þessari stöðu og það sást í okkar leik, við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar í seinni hálfleik eða skora annað markið þannig þetta var smá bara barátta við klukkuna í restina" Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 KR

Hvað var Rúnar ósáttur með í spilamennsku KR-inga í dag?

"Ég er ósáttur kannski við skyndisóknirnar okkar í síðari hálfleik, að hafa ekki leyst þær betur, við vorum í kjörstöðu tvisvar eða þrisvar til að sprengja okkur í gegn og skapa dauðafæri en það klikkuðu of margar sendingar á leiðinni þannig já við gerðum ekki nógu vel í skyndisóknunum til að klára þennan leik"

KR-ingar voru með 7 stráka 20 ára og yngri í hópnum í dag, mikil gleði að það sé mikið af ungum og uppöldum KR-ingum?

"Jú það er alltaf mikið gleðiefni að geta gefið þessum strákum séns að bæði vera í hóp og jafnvel að koma inn á og spila en við söknuðum einhverja sjö eða átta leikmanna sem við hefðum kannski getað nýtt betur og nýtt breiddina og við vorum í rauninni bara með Aron Bjarka og Alex Frey á bekknum og báðir að koma úr meiðslum og svo þessa ungu stráka og þetta var kannski ekki akkúrat leikurinn til þess að henda þeim inn á í dag þegar þetta var svona mikil barátta, mikið af löngum boltum en þegar tíminn kemur en það er samt alltaf ánægjulegt að vera með svona marga og unga KR-inga"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir utan.
Athugasemdir
banner