Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 04. október 2020 19:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Þetta var barátta við klukkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við HK og KR í Pepsi-Max deild karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli en Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

"Ég held að þetta voru bara sanngjörn úrslit, við vorum að reyna hanga á þessu marki sem við skorum í fyrri hálfleik og mikil þreyta í liðinu sem sást í síðari hálfleik og reyndum að peppa drengina í að gefa allt sem þeir gátu og þeir reyndu það, fúlt að fá þetta mark á sig í lokin þegar við erum búnir að verjast svona vel og við vorum með 4-5 leikmenn nánast haltrandi á vellinum og það er búið að vera mikið álag á okkur, margir leikir á skömmum tíma, kannski meira en HK í þessari stöðu og það sást í okkar leik, við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar í seinni hálfleik eða skora annað markið þannig þetta var smá bara barátta við klukkuna í restina" Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 KR

Hvað var Rúnar ósáttur með í spilamennsku KR-inga í dag?

"Ég er ósáttur kannski við skyndisóknirnar okkar í síðari hálfleik, að hafa ekki leyst þær betur, við vorum í kjörstöðu tvisvar eða þrisvar til að sprengja okkur í gegn og skapa dauðafæri en það klikkuðu of margar sendingar á leiðinni þannig já við gerðum ekki nógu vel í skyndisóknunum til að klára þennan leik"

KR-ingar voru með 7 stráka 20 ára og yngri í hópnum í dag, mikil gleði að það sé mikið af ungum og uppöldum KR-ingum?

"Jú það er alltaf mikið gleðiefni að geta gefið þessum strákum séns að bæði vera í hóp og jafnvel að koma inn á og spila en við söknuðum einhverja sjö eða átta leikmanna sem við hefðum kannski getað nýtt betur og nýtt breiddina og við vorum í rauninni bara með Aron Bjarka og Alex Frey á bekknum og báðir að koma úr meiðslum og svo þessa ungu stráka og þetta var kannski ekki akkúrat leikurinn til þess að henda þeim inn á í dag þegar þetta var svona mikil barátta, mikið af löngum boltum en þegar tíminn kemur en það er samt alltaf ánægjulegt að vera með svona marga og unga KR-inga"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir utan.
Athugasemdir
banner
banner