Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 04. október 2020 19:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Þetta var barátta við klukkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við HK og KR í Pepsi-Max deild karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli en Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

"Ég held að þetta voru bara sanngjörn úrslit, við vorum að reyna hanga á þessu marki sem við skorum í fyrri hálfleik og mikil þreyta í liðinu sem sást í síðari hálfleik og reyndum að peppa drengina í að gefa allt sem þeir gátu og þeir reyndu það, fúlt að fá þetta mark á sig í lokin þegar við erum búnir að verjast svona vel og við vorum með 4-5 leikmenn nánast haltrandi á vellinum og það er búið að vera mikið álag á okkur, margir leikir á skömmum tíma, kannski meira en HK í þessari stöðu og það sást í okkar leik, við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar í seinni hálfleik eða skora annað markið þannig þetta var smá bara barátta við klukkuna í restina" Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 KR

Hvað var Rúnar ósáttur með í spilamennsku KR-inga í dag?

"Ég er ósáttur kannski við skyndisóknirnar okkar í síðari hálfleik, að hafa ekki leyst þær betur, við vorum í kjörstöðu tvisvar eða þrisvar til að sprengja okkur í gegn og skapa dauðafæri en það klikkuðu of margar sendingar á leiðinni þannig já við gerðum ekki nógu vel í skyndisóknunum til að klára þennan leik"

KR-ingar voru með 7 stráka 20 ára og yngri í hópnum í dag, mikil gleði að það sé mikið af ungum og uppöldum KR-ingum?

"Jú það er alltaf mikið gleðiefni að geta gefið þessum strákum séns að bæði vera í hóp og jafnvel að koma inn á og spila en við söknuðum einhverja sjö eða átta leikmanna sem við hefðum kannski getað nýtt betur og nýtt breiddina og við vorum í rauninni bara með Aron Bjarka og Alex Frey á bekknum og báðir að koma úr meiðslum og svo þessa ungu stráka og þetta var kannski ekki akkúrat leikurinn til þess að henda þeim inn á í dag þegar þetta var svona mikil barátta, mikið af löngum boltum en þegar tíminn kemur en það er samt alltaf ánægjulegt að vera með svona marga og unga KR-inga"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir utan.
Athugasemdir
banner
banner