Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 04. október 2020 19:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Þetta var barátta við klukkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við HK og KR í Pepsi-Max deild karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli en Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

"Ég held að þetta voru bara sanngjörn úrslit, við vorum að reyna hanga á þessu marki sem við skorum í fyrri hálfleik og mikil þreyta í liðinu sem sást í síðari hálfleik og reyndum að peppa drengina í að gefa allt sem þeir gátu og þeir reyndu það, fúlt að fá þetta mark á sig í lokin þegar við erum búnir að verjast svona vel og við vorum með 4-5 leikmenn nánast haltrandi á vellinum og það er búið að vera mikið álag á okkur, margir leikir á skömmum tíma, kannski meira en HK í þessari stöðu og það sást í okkar leik, við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar í seinni hálfleik eða skora annað markið þannig þetta var smá bara barátta við klukkuna í restina" Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 KR

Hvað var Rúnar ósáttur með í spilamennsku KR-inga í dag?

"Ég er ósáttur kannski við skyndisóknirnar okkar í síðari hálfleik, að hafa ekki leyst þær betur, við vorum í kjörstöðu tvisvar eða þrisvar til að sprengja okkur í gegn og skapa dauðafæri en það klikkuðu of margar sendingar á leiðinni þannig já við gerðum ekki nógu vel í skyndisóknunum til að klára þennan leik"

KR-ingar voru með 7 stráka 20 ára og yngri í hópnum í dag, mikil gleði að það sé mikið af ungum og uppöldum KR-ingum?

"Jú það er alltaf mikið gleðiefni að geta gefið þessum strákum séns að bæði vera í hóp og jafnvel að koma inn á og spila en við söknuðum einhverja sjö eða átta leikmanna sem við hefðum kannski getað nýtt betur og nýtt breiddina og við vorum í rauninni bara með Aron Bjarka og Alex Frey á bekknum og báðir að koma úr meiðslum og svo þessa ungu stráka og þetta var kannski ekki akkúrat leikurinn til þess að henda þeim inn á í dag þegar þetta var svona mikil barátta, mikið af löngum boltum en þegar tíminn kemur en það er samt alltaf ánægjulegt að vera með svona marga og unga KR-inga"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir utan.
Athugasemdir
banner
banner