Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   þri 04. október 2022 10:09
Elvar Geir Magnússon
Benítez í stað Cooper hjá Nottingham Forest?
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: EPA
Forráðamenn Nottingham Forest ræða það að ráða Rafael Benítez sem stjóra í stað Steve Cooper.

Sæti Cooper er talið sjóðandi heitt eftir að 4-0 tap gegn Leicester í gær en Forest er nú á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Forest hefur tapað fimm leikjum í röð.

Cooper náði frábærum árangri með því að stýra Forest upp í efstu deildina á síðasta tímabili, en liðið er í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í 23 ár. Liðið var á botni Championship-deildarinnar þegar hann tók við í september 2021.

Félagið eyddi gríðarlegum fjárhæðum í að styrkja leikmannahópinn í sumar. Yfir 150 milljónum punda var varið í 23 nýja leikmenn. Cooper hefur ekki náð að smíða saman lið úr svona mörgum nýjum leikmönnum.

Forest hefur ekki unnið síðan liðið lagði West Ham þann 14. ágúst og er talið afskaplega líklegt að Cooper verði rekinn. Síðustu vikur hafa meðal annars komið tapleikir gegn hinum nýliðum deildarinnar; Bournemouth og Fulham.

Guardian segir að eigandi Forest, Evangelos Marinakis, hafi áhuga á að ráða Benítez. Spánverjinn, sem er fyrrum stjóri Liverpool, Newcastle og Real Madrid, hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Everton í janúar.

Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, er annar kostur fyrir Forest. Dyche hefur mikla reynslu af fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner