Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Verðmætasta U20 lið heims: Tveir úr Southampton
Mynd: transfermarkt/reddit

Vefsíðan transfermarkt heldur uppi alskonar áhugaverðum upplýsingum úr fótboltaheiminum og er búið að taka saman verðmætasta byrjunarlið leikmanna sem eru 20 ára og yngri.


Þar má finna tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni og koma þeir báður úr röðum Southampton. Annar þeirra er markvörðurinn Gavin Bazunu sem Southampton keypti af Manchester City í sumar og hinn er bakvörðurinn efnilegi Tino Livramento.

Bazunu er metinn á 15 milljónir evra og Livramento á 25 milljónir.

Verðmætustu leikmenn liðsins eru á miðjunni. Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund er metinn á 90 milljónir rétt eins og Pedri, leikmaður Barcelona.

Dortmund á einnig sóknarmanninn Karim Adeyemi á meðan Barcelona er með vinstri kantmanninn Ansu Fati.

Yeremy Pino hjá Villarreal, Jamal Musiala hjá FC Bayern og Nuno Mendes hjá PSG eru einnig í liðinu ásamt miðvörðunum Piero Hincapie og Josko Gvardiol hjá Bayer Leverkusen og RB Leipzig.

Byrjunarliðið:
Gavin Bazunu - 15m
Tino Livramento - 25m
Josko Gvardiol - 60m
Piero Hincapie - 22m
Nuno Mendes - 50m
Jude Bellingham - 90m
Pedri - 90m
Jamal Musiala - 80m
Yeremy Pino - 40m
Ansu Fati - 60m
Karim Adeyemi - 35m


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner