Nú heimildarmynd á Netflix gefur innsýn inn í líf David Beckham. Margt áhugavert kemur fram en Beckham segist enn pirra sig á rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Argentínu á HM 1998.
Argentína vann leikinn á endanum í vítakeppni og enska þjóðin snérist gegn Beckham. 'Tíu hugrökk ljón og einn heimskur strákur' sagði fyrirsögn í einu af bresku blöðunum.
Argentína vann leikinn á endanum í vítakeppni og enska þjóðin snérist gegn Beckham. 'Tíu hugrökk ljón og einn heimskur strákur' sagði fyrirsögn í einu af bresku blöðunum.
„Ég vildi að það væri hægt að taka pillu sem myndi eyða ákveðnum minningum. Ég gerði heimskuleg mistök og þau breyttu lífi mínu," segir Beckham.
„Öll þjóðin hataði mig. Hvert sem ég fór þá varð ég fyrir áreiti, á hverjum degi. Þetta var algjört rugl."
Eiginkona hans, Victoria, var ólétt meðan á þessu stóð og hún kennir enska landsliðsþjálfaranum Glenn Hoddle um að hafa skellt skuldinni á Beckham. Hún segir að Beckham hafi glímt við þunglyndi og verið algjörlega niðurbrotinn á þessum tíma.
Gary Neville, liðsfélagi hans hjá Manchester United á þessum tíma, hafði þetta að segja: „Það var ómannúðlegt hvað hann þurfti að ganga í gegnum, það hefði brotið niður 99,9% af fótboltamönnum."
Athugasemdir