Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   mið 04. október 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp vill að leikurinn verði endurspilaður
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að það eigi að endurspila leikinn gegn Tottenham sem var um síðustu helgi.

Sá leikur hefur verið mikið ræddur á kaffistofum víða um heim síðustu daga eftir skelfileg dómaramistök sem voru gerð í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik.

Liverpool skoraði mark en það var dæmt af eftir misskilning á milli dómara. Þetta eru einhver stærstu mistök í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, sérstaklega í ljósi þess að VAR var í notkun í leiknum.

Klopp var spurður út í sína skoðun á fréttamannafundi í dag og sagði þar: „Ég held að eina útkoman eigi að vera sú að leikurinn verði endurspilaður," sagði Klopp. „En það gerist örugglega ekki."

Hann telur þó að ekki eigi að refsa þeim dómurum sem áttu sök á mistökunum frekar.

„Ég er ekki reiður út í neinn. Dómararnir gerðu mistök og ég er 100% viss um að þeim hefur liðið hræðilega um kvöldið. Það nægir mér. Það þarf ekki að refsa neinum frekar."
Enski boltinn - Toppuðu sig í fáránleikanum
Athugasemdir
banner
banner
banner