Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   mið 04. október 2023 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sagði við mig að hann væri búinn að bíða eftir þessu í tvö ár"
watermark Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Hann spilaði síðast landsleik undir lok árs 2020.

Gylfi hefur aðeins spilað um 20 mínútur síðan hann samdi við Lyngby en hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna bakvandamála. Staðan á honum akkúrat núna er þó góð.

Gylfi er með mikla ástríðu fyrir landsliðinu og stefnir á það að bæta markametið.

„Gylfi hefur gert svo mikið á ferli sínum og hann hefur spilað marga landsleiki fyrir Ísland. Ég kann mjög vel við hann. Hann veit hvað er mikilvægt í fótbolta og þess vegna er hann frábær fótboltamaður. Mér finnst hann eiga skilið að vera hluti af íslenska landsliðshópnum þar sem hann vill þetta svo mikið sjálfur," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

„Hann sagði við mig að hann væri búinn að bíða eftir þessu í tvö ár, að vera með landsliðinu. Hann elskar fótbolta og landið svo mikið. Það er mikilvægt að ungu leikmennirnir í liðinu sjái þetta."

Gylfi er einu marki frá því að jafna markametið og tveimur mörkum frá því að bæta það.

„Varðandi markametið, þá verður hann að vera inn á vellinum þegar við fáum vítaspyrnu.

„Ég hef talað mikið við hann, ég fundaði með honum á Íslandi í sumar. Svo hef ég rætt við hann í síma. Ég hef líka rætt við Frey, þjálfara hans hjá Lyngby. Ég veit hvar hann stendur. Vonandi meiðist hann ekki frekar. Stefnan er að hann verði með okkur frá mánudeginum í næstu viku," sagði Hareide.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner