Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   mið 04. október 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sendi Bellingham skilaboð á nánast hverjum einasta degi
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur farið með himinskautum í upphafi tímabilsins hjá Real Madrid.

Bellingham var lykilmaður í liði Borussia Dortmund en hefur verið að standa sig enn betur eftir flutninginn til Spánar.

Hann skoraði og lagði upp í sigri gegn Napoli í Meistaradeildinni í gær. Hann er kominn með átta mörk og þrjár stoðsendingar í ellefu leikjum með Real Madrid.

Það er ótrúleg tölfræði fyrir þennan unga leikmann. Bellingham er ekki nema 20 ára gamall en hefur nú þegar spilað 26 landsleiki fyrir England.

Brasilíski kantmaðurinn Vinicius Junior átti einnig mjög góðan leik fyrir spænska stórveldið í gær en hann hrósaði Bellingham í hástert eftir leikinn.

„Ég vildi mjög mikið fá Jude til Real Madrid," sagði Vinicius og hélt áfram: „Ég sendi honum mörg skilaboð, nánast á hverjum einasta degi. Ég sagði honum að koma til Madríd."

Bellingham og Vinicius eru að ná vel saman en enski landsliðsmaðurinn sagði eftir leik að Vinicius væri einn besti leikmaður í heimi, ef ekki bara sá besti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner