Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. nóvember 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kovac urðaði yfir leikmenn sína á síðasta liðfundinum
Hættið að þykjast og gera ekki neitt - Missir boltann allt of auðveldlega
Jerome Boateng fékk rautt um helgina.
Jerome Boateng fékk rautt um helgina.
Mynd: Getty Images
Niko Kovac var látinn taka poka sinn hjá Bayern Munchen í gærkvöldi. Dropinn sem fyllti mælinn var 5-1 tap liðsins gegn Eintracht Frankfurt á laugardag.

Á síðasta liðsfundinum gagnrýndi Kovac nokkra leikmenn sína fyrir frammistöðu þeirra. Kovac byrjaði á Thiago Alcantara, miðjumanni leiksins. „Þú ættir ekki að þykjast svona mikið," á Kovac að hafa sagt, samkvæmt Bild um miðjumanninn en Thiago hefur verið gjarn á að láta sig falla.

„Þú tapar boltanum allt of auðveldlega" sagði Kovac um Gnabry og Kingsley Coman fékk einnig að heyra það: „Kingsley, þú stendur bara þarna á meðan Thomas Muller berst fyrir liðið."

Jerome Boateng var sá síðasti til að fá hárblásarann frá Kovac: „Þú verður að vera gáfaðari í svona aðstöðu, þú hlustar aldrei! Við æfum og tölum um þessi leikatriði en svo getið þið ekki framkvæmt þá í leikjum."

Kovac var rúmt ár í starfi hjá Bayern og vann þrjá titla sem stjóri félagsins. Bayern er í 4. sæti Bundesliga eftir leiki umferðarinnar.
Athugasemdir
banner
banner