Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coventry er að krækja í Esse
Mynd: Crystal Palace
Mynd: EPA
Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greinir frá því að topplið Championship deildarinnar, Coventry City, er að krækja í Romain Esse úr röðum Crystal Palace.

Lærlingar Frank Lampard í liði Coventry hafa verið að misstíga sig trekk í trekk síðasta mánuðinn. Þeir tróna enn á toppi Championship deildarinnar en eru aðeins búnir að ná í 9 stig úr síðustu 8 leikjum.

Eitt af vandamálum liðsins síðasta mánuðinn hefur verið markaskorun og vonast Lampard til að Esse geti hjálpað til við að leysa vandamálið.

Esse var keyptur til Palace fyrir einu ári síðan fyrir um 13 milljónir punda en hann fann aldrei taktinn í ensku úrvalsdeildinni. Esse er 20 ára gamall og var keyptur úr röðum Millwall. Hann getur leikið sem kantmaður eða sóknartengiliður og á 24 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands.

Coventry er með 52 stig eftir 26 umferðir, sex stiga forystu á Middlesbrough í toppbaráttunni.

Esse er með fjögur og hálft ár eftir af samningi við Palace og þráir fátt heitar en að fá spiltíma. Hann hefur aðeins byrjað einn úrvalsdeildarleik frá komu sinni til félagsins.

Hann gæti hjálpað Coventry að endurheimta sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 25 ára fjarveru.
Athugasemdir
banner
banner
banner