Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neville um Man Utd: Tilraunastarfseminni verður að ljúka
Neville var aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í þrjú og hálft ár áður en hann tók við Valencia á Spáni en var rekinn þaðan eftir tæpa fjóra mánuði í starfi.
Neville var aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í þrjú og hálft ár áður en hann tók við Valencia á Spáni en var rekinn þaðan eftir tæpa fjóra mánuði í starfi.
Mynd: EPA
Neville vann ensku úrvalsdeildina átta sinnum sem leikmaður Man Utd.
Neville vann ensku úrvalsdeildina átta sinnum sem leikmaður Man Utd.
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Gary Neville er mikill stuðningsmaður Manchester United eftir að hafa spilað fyrir félagið allan atvinnumannaferilinn sinn.

Neville er duglegur að tjá sig um málefni sem varða Man Utd og ræddi brottrekstur Ruben Amorim í gær. Darren Fletcher tekur við liðinu til bráðabirgða þar til stjórnendur finna annað hvort arftaka fyrir Amorim eða bráðabirgðaþjálfara út tímabilið.

„Tilraunastarfseminni verður að ljúka. Ég hef alltaf verið mjög stoltur af því sem þetta lið stendur fyrir, að spila ævintýralegan og skemmtilegan fótbolta, nota mikið af ungum leikmönnum og skemmta áhorfendum. Leikmenn verða að taka áhættur og vera nægilega hugrakkir til að spila aggressívan, sóknarsinnaðan fótbolta," sagði Neville.

„United er komið á þann stað að félagið þarf þjálfara sem passar við erfðaefni klúbbsins. Barcelona er gott dæmi um félag sem breytist ekki fyrir neinn. United ætti að vera þannig félag líka, stjórnendur ættu að finna þjálfara sem er með reynslu og vill spila skemmtilegan og aggressívan sóknarbolta."

Amorim var harður á því að nota 3-4-3 leikkerfið sitt sem virkaði svo vel fyrir hann í portúgalska boltanum, en gengi Man Utd reyndist ekki nægilega gott.

„Ég hélt að leikmannahópurinn myndi aðlagast því betur að spila með þriggja manna varnarlínu. Ég er virkilega hissa á því hvað liðið sýndi lítið af framförum spilandi alltaf sama leikkerfið."

Næsta skref Rauðu djöflanna er óljóst en Neville er þeirrar skoðunar að félagið ætti að ráða inn bráðabirgðaþjálfara út tímabilið og stefna að því að ráða inn réttan þjálfara næsta sumar.

„Það gæti verið sniðugt að bíða til sumars uppá að hafa meira úrval af þjálfurum. Þá gætu ýmsir stjórar losnað úr störfum sínum í kringum HM."
Athugasemdir
banner