mið 04. nóvember 2020 19:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Man Utd tapaði í Istanbul
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu, leikið var í Istanbúl og Pétursborg.

Basaksehir tók á móti Manchester United í H-riðli, United var með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlinum og var taplaust á útivelli síðan í janúar. Demba Ba kom heimamönnum yfir eftir hræðileg varnarmistöks gestaliðsins í heild. Leikmenn gleymdu sér í kjölfarið á föstu leikatriði með þeim afleiðingum að Ba slapp einn í gegn og skoraði.

Á 40. mínútu bætti Edin Visca við öðru marki United þegar hann þrumaði boltanum framhjá Dean Henderson í marki United, vörn gestanna ekki upp á marga fiska í þessu atriði heldur. Það var Anthony Martial sem minnkaði muninn á markamínútunni með skallamarki. United leitaði að jöfnunarmarki en tókst ekki að koma boltanum í netið. Næst komust gestirnir á 92. mínútu en heimamenn björguðu á línu, 2-1 sigur Basaksehir staðreynd. Þetta voru fyrstu stig tyrkneska félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Zenit og Lazio gerðu þá 1-1 jafntefli í F-riðli. Aleksandr Erokhin kom heimamönnum yfir en Felipe Caicedo jafnaði á 82. mínútu leiksins.

Riðill H:
Istanbul Basaksehir 2 - 1 Manchester Utd
1-0 Demba Ba ('13 )
2-0 Edin Visca ('40 )
2-1 Anthony Martial ('43 )

Riðill F:
Zenit 1 - 1 Lazio
1-0 Aleksandr Erokhin ('32 )
1-1 Felipe Caicedo ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner