Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 04. nóvember 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Í fótbolta er einn plús einn oftast ekki tveir“
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: EPA
Ekvadorski miðjumaðurinn Moises Caicedo var framúrskarandi fyrir Chelsea gegn Manchester United í gær og skoraði jöfnunarmark síns liðs í 1-1 jafntefli.

Chelsea keypti Caicedo fyrir 115 milljónir punda frá Brighton á síðasta ári. Hann virðist nú loksins hafa aðlagast nýju liði og er að spila eins vel og hann gerði fyrir Brighton.

„Í fótbolta er einn plús einn oftast ekki tveir," segir Enzo Maresca stjóri Chelsea.

„Þó hann hafi verið keyptur fyrir stóra upphæð frá Brighton þá þýðir það ekkert að hann verði strax alveg eins góður í nýju liði. Leikmenn eru manneskjur og þurfa tíma til að aðlagast."

„Chelsea er eitt stærsta félag heims og það gerist ekkert sjálfkrafa en núna er hann að sýna hversu góður hann er."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner