Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. desember 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bale um baulið: Yppti bara öxlum
Mynd: Getty Images
Gareth Bale er óvinsælasti leikmaður Real Madrid um þessar mundir. Stuðningsmenn létu í sér heyra og bauluðu á hann þegar hann kom inn af bekknum í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins.

Það eru ekki aðeins stuðningsmenn sem eru ósáttir með Bale heldur einnig stjórnendur félagsins og Zinedine Zidane þjálfari. Erfitt er þó að selja Bale þar sem launakröfur hans eru gífurlega háar.

Bale viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að höndla neikvæðni stuðningsmanna þegar hann kom fyrst til Madrídar en hann sé orðinn vanur því núna.

„Bernabeu er besti staðurinn til að verða fyrir bauli þegar maður spilar ekki jafn vel og stuðningsmenn búast við. Ég skil það," sagði Bale.

„Í fyrstu kunni ég ekki að höndla það en nú yppti ég bara öxlum."

Stuðningsmenn Real segjast vera ósáttir með virðingarleysið sem Bale sýndi félaginu í landsleikjahlénu. Þar hélt hann á fánanum fræga sem lýsti forgangsröðun hans í lífinu. Þar var Wales í fyrsta sæti, golf í öðru og Madríd í þriðja.

Bale er þrítugur kantmaður og hefur gert 104 mörk í 241 leik frá komu sinni til Madrídar 1. september 2013.

Sjá einnig:
Bale: Spenntari fyrir leikjum með Wales heldur en Real Madrid 
Bale gæti verið í vandræðum eftir fagnaðarlætin í gær 
Marca lætur Bale heyra það 
Zidane alveg sama um Bale og borðann 
Bale fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Real Madrid 
Bale hló að bauli stuðningsmanna
Vilja ekki að Bale spili golf næsta sumar


Athugasemdir
banner
banner