banner
   mið 04. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki nóg fyrir Dirk Lottner að vera með liðið á toppnum
Dirk Lottner.
Dirk Lottner.
Mynd: Getty Images
Það voru óvænt tíðindi að berast úr fjórðu efstu deild Þýskalands, Regionalliga Südwest. Félagið 1. FC Saarbrücken var að reka þjálfara sinn, Dirk Lottner.

Lottner tók við hjá Saarbrücken árið 2016. Hann hefur verið rekinn þrátt fyrir að vera með liðið á toppi deildarinnar. Saarbrücken er á toppnum í Regionalliga Südwest í Þýskalandi með tveggja stiga forskot á Elversberg eftir 19 leiki.

Saarbrücken tapaði tveimur leikjum í síðasta mánuði, en liðið hafði þrátt fyrir það verið á góðu skriði.

Saarbrücken vann þá einnig úrvalsdeildarliðið Köln í þýska bikarnum í lok október, 3-2.

Í yfirlýsingu Saarbrücken segir að félagið hafi ákveðið að taka þessa ákvörðun þar sem félagið vill framar öllu komst upp um deild og það markmið hafi verið í hættu undir stjórn Lottner. Það hvernig liðið hefur litið út í síðustu leikjum þótti ekki nægilega sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner