Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. desember 2020 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho furðar sig á stöðu Utd og City: Við þurftum að spila 4 leiki á viku
Skilur ekki af hverju United og City hafa enn ekki spilað leikina sem var frestað
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur gagnrýnt þá staðreynd að Manchester United og Manchester City hafi enn ekki leikið þann leik í úrvalsdeildinni sem liðin eiga til góða. Leikjum United og City í fyrstu umferð deildarinnar var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnum í ágúst.

Mourinho er pirraður út af því að hans Tottenham lið þurfti að spila fjóra leiki á átta dögum í kringum mánaðamótin september-október þegar liðið lék í undankeppni Evrópudeildarinnar og í deildabikarnum.

„Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að fjögur lið eiga leik til góða á önnur lið og ég veit ekki hvenær þau lið munu spila þessa leiki. Það er ómögulegt að koma þessum leikjum fyrir," sagði Mourinho í dag.

„Það verður að ljúka við þessa leiki alla vega áður en fyrri umferðinni í deildinni lýkur, fyrir umferð númer nítján. Ég veit ekki hvenær Burnley, City, Aston Villa, United - og núna Newcastle og Aston villa eiga að spila. Þetta getur haft áhrif á mótið. Ég var að leita svara í vikunni en enginn gat veitt mér þessi svör. Við spiliðum fjóra leiki á einni viku og enginn grét vegna þess eða studdi okkur."

Manchester United átti að mæta Burnley í fyrstu umferð deildarinnar og Manchester City átti að mæta Aston Villa. Í kvöld átti að fara fram viðureign Aston Villa og Newcastle en þeim leik var frestað vegna fjölda smita í herbúðum Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner