Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   lau 04. desember 2021 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Klopp kallaði Origi goðsögn - „Einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi"
Jürgen Klopp eftir leikinn gegn Wolves
Jürgen Klopp eftir leikinn gegn Wolves
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var samur við sig í viðtali eftir 1-0 sigurinn á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Belgíski framherjinn Divock Origi skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma eftir sendingu frá Mohamed Salah en þetta hefur svolítið verið saga Origi hjá félaginu, að koma því til bjargar á ögurstundu.

Klopp átti erfitt með að finna lýsingarorðin til að lýsa frammistöðu Origi.

„Divock Origi, goðsögnin, kláraði dæmið og þetta er frábær saga. Hann er magnaður framherji og það eru alls konar ástæður fyrir því að hann hefur ekki spilað mjög oft en ég vona að einn daginn að finnur stjóra sem spilar honum meira en ég geri."

„Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Hann spilar ekki alltaf því við erum með þessa þrjá fremstu en hann er samt mjög jákvæður, elskar félagið, vill leggja sitt af mörkum og gerði það á ótrúlegan hátt."

„Önnur úrslit skipta okkur ekki máli. Við vijum bara vinna fótboltaleiki. Við spiluðum fyrir þremur dögum og það er auðvelt að einblína á Everton-leikinn þar sem það er leikur ársins en svo komum við vélinni aftur af stað og ég var ánægður með hvernig við börðumst í dag,"
sagði Klopp.

LIverpool er tímabundið á toppnum með 34 stig en er þó útlit fyrir að Manchester City verði þar í lok kvöldsins. City er að vinna Watford, 2-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner