Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 04. desember 2024 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Mbappe klúðraði aftur víti er Real Madrid tapaði fyrir Athletic
Athletic 2 - 1 Real Madrid
1-0 Alejandro Berenguer ('53 )
1-0 Kylian Mbappe ('68 , Misnotað víti)
1-1 Jude Bellingham ('78 )
2-1 Gorka Guruzeta ('80 )

Franski framherjinn Kylian Mbappe klúðraði aftur víti er Real Madrid tapaði fyrir Athletic Bilbao, 2-1, í La Liga á Spáni í kvöld.

Öll augu hafa verið á Mbappe síðan hann samdi við draumafélag sitt, Real Madrid, en þó hann hafi verið að skila inn mörkum reglulega hefur frammistaða hans ekki þótt góð.

Hefur hann meðal annars verið gagnrýndur fyrir það hversu oft aðstoðardómarinn hefur gripið hann í rangstöðu og gerðist það einmitt á 14. mínútu leiksins í kvöld er hann setti boltann í netið.

Það var reyndar umdeilt atvik því Rodrygo var tekinn niður í teignum í sömu sókn áður en boltinn datt til Mbappe sem var í rangstöðu, en engin vítaspyrna dæmd og markið tekið af Frakkanum.

Alejandro Berenguer kom heimamönnum í Athletic yfir á 53. mínútu en Mbappe fékk gullið tækifæri til þess að jafna metin er Madrídingar fengu vítaspyrnu á 68. mínútu.

Mbappe fór á punktinn en Julen Agirrezabala sá við honum. Annað vítið í röð sem Mbappe klúðrar.

Hann má að vísu eiga það að hann átti þátt í jöfnunarmarkinu sem Jude Bellingham skoraði tíu mínútum síðar. Agirrezabala varði skot Mbappe út á Bellingham sem hirti frákastið og skoraði.

Madrídingar vonuðust til þess að nýta sér þennan skriðþunga, en voru fljótlega slegnir niður aftur er Gorka Guruzeta setti boltann í netið með flottu skoti.

Sigur Athletic Bilbao staðreynd og missti Real Madrid af dauðafæri til þess að minnka forystu Börsunga niður í eitt stig. Í staðinn er Real Madrid í 2. sæti með 33 stig og áfram fjórum stigum frá toppnum en Bilbao í 4. sæti með 29 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner