þri 05. janúar 2021 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Bestu leikmenn heims eru velkomnir til PSG
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino fór á sinn fyrsta fréttamannafund sem þjálfari Paris Saint-Germain í dag og er hann spenntur fyrir næstu mánuðum.

Pochettino var meðal annars spurður út í möguleg félagaskipti Lionel Messi, Dele Alli og Christian Eriksen til félagsins.

„Við erum ekki byrjaðir að tala um nýja leikmenn. Það eru alskyns sögusagnir í gangi en raunveruleikinn er sá að við erum bara nýkomnir hingað," sagði Pochettino og var svo spurður út Messi.

„Við getum talað um væntanleg félagaskipti seinna en það er klárt að bestu leikmenn heims eru velkomnir til Paris St-Germain. Stórt félag eins og PSG hefur alltaf auga með mörgum leikmönnum á sama tíma og ég hef trú á að við munum taka réttar ákvarðanir fyrir félagið og liðið.

„Öll einbeitingin fer í næsta leik gegn Saint-Etienne."


Pochettino er búinn að landa draumastarfinu en hann lék fyrir PSG á sínum tíma og hefur áður sagt að það væri draumur að stýra félaginu.

PSG er í þriðja sæti frönsku deildarinnar með 35 stig eftir 17 umferðir, einu stigi eftir Lyon og Lille. Liðið mætir Saint-Etienne annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner