Erla Karítas Jóhannesdóttir, eða Kaja eins og hún er gjarnan kölluð, er búin að skrifa undir nýjan samning við ÍA sem gildir út þessa leiktíð.
Kaja, sem er á 21. aldursári, er uppalin hjá ÍA og hefur leikið fyrir félagið alla sína tíð. Hún býr yfir reynslu þrátt fyrir ungan aldur enda á hún 30 mörk í 115 KSÍ-leikjum fyrir ÍA.
Kaja skoraði 4 mörk í 14 leikjum í 2. deild kvenna á síðustu leiktíð. Skagakonur munu spila þar áfram í sumar.
„Kaja er einn af máttarstólpum liðsins og hlökkum við til samstarfsins í sumar ????" segir meðal annars í tilkynningu frá ÍA.
ÍA leikur áfram í 2. deild eftir að hafa endað síðustu leiktíð með 31 stig úr 16 leikjum.
Athugasemdir