Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. febrúar 2023 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fram fær Thelmu Lind frá Stjörnunni (Staðfest)
Mynd: Fram

Fram, sem leikur í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa unnið 2. deild í fyrra, var að styrkja sig með framherja frá Stjörnunni.


Thelma Lind Steinarsdóttir kemur á lánssamningi sem gildir út tímabilið en hún er fædd 2005 og lék með Álftanesi í 2. deildinni í fyrra.

Þar skoraði hún fimm mörk í ellefu leikjum og fær nú tækifæri til að spreyta sig í Lengjudeildinni.

„Við erum hæstánægð með að hafa fengið Thelmu Lind að láni frá Stjörnunni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Thelma spilað tvö tímabil í meistaraflokki með Álftanesi," sögðu Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson, þjálfarar Fram.

„Thelma er ósérhlífinn, kröftugur og sterkur framherji sem við bindum miklar vonir við næsta sumar. Við þökkum Stjörnunni fyrir traustið að senda hana til okkar og við erum sannfærð um að lánsdvöl hennar hjá okkur muni heppnast vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner