sun 05. febrúar 2023 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Willum í sigurliði - Kristall Máni skoraði
Mynd: Go Ahead Eagles
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í 1-0 sigri G.A. Eagles gegn NEC Nijmegen í efstu deild hollenska boltans.


Ernirnir höfðu betur í jöfnum leik og eru stigin þægileg til að halda áfram að sigla lygnan sjó um miðja deild. Aðeins eitt stig skilur Eagles og Nijmegen að á stöðutöflunni.

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Nijmegen.

Þá var Alfons Sampsted ónotaður varamaður er FC Twente gerði 1-1 jafntefli í Groningen. Twente er í harðri Evrópubaráttu og situr í fimmta sæti eftir þetta jafntefli.

G.A. Eagles 1 - 0 NEC Nijmegen

Groningen 1 - 1 Twente

Kristall Máni Ingason fékk að spreyta sig í æfingaleik með Rosenborg og skoraði seinna markið í tveggja marka sigri á Levanger.

Albert Guðmundsson var þá í byrjunarliði Genoa sem tapaði fyrir Parma í toppbaráttu Serie B deildarinnar á Ítalíu.

Albert spilaði fyrstu 78 mínúturnar en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-0 tap. Genoa er áfram í öðru sæti þrátt fyrir tapið, einu stigi fyrir ofan Reggina og tveimur fyrir ofan Sudtirol.

Emil Hallfreðsson var þá ekki með er Virtus Verona vann annan leik í C-deildinni og getur blandað sér í umspilsbaráttuna með þessu áframhaldi. 

Hörður Björgvin Magnússon er að glíma við meiðsli og var utan hóps í 2-0 sigri Panathinaikos í dag. Liðið er á toppi grísku deildarinnar en aðeins með eins stigs forystu á AEK frá Aþenu, sem á leik til góða.

Rosenborg 2 - 0 Levanger
1-0 H. Rosten ('88)
2-0 Kristall Máni Ingason ('92)

Parma 2 - 0 Genoa

Mantova 2 - 3 Virtus Verona

Panathinaikos 2 - 0 Lamia


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner