Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 05. mars 2021 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Kroos: Kölluðu mig nasista fyrir að gagnrýna Özil
Toni Kroos og Mesut Özil
Toni Kroos og Mesut Özil
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid og þýska landsliðsins, var úthúðað á samfélagsmiðlum eftir að hann gagnrýndi Mesut Özil, fyrrum liðsfélaga hans hjá þýska landsliðinu en hann ræddi þetta á Instagram Live.

Kroos hefur verið einn besti miðjumaður heims síðasta áratuginn eða svo en hann varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 ásamt Özil.

Özil hætti að spila fyrir þýska landsliðið eftir HM 2018 er liðið datt óvænt úr keppni í riðlakeppni eftir að hafa unnið aðeins einn leik í riðlinum.

Özil fékk mikla gagnrýni frá Þjóðverjum og fór það illa í hann en hann ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna og gagnrýna þá þýska knattspyrnusambandið fyrir sýna sér ekki stuðning.

Kroos var óánægður með hvernig Özil stóð að þessu og gagnrýndi hann fyrir það en var kallaður nasisti á samfélagsmiðlum fyrir orð sín.

„Eftir HM 2018 þá sagði ég að ég var ekki hrifinn af því hvernig Özil ákvað að hætta að spila fyrir Þýskaland. Margir kölluðu mig nasista því ég er ljóshærður með blá augu og það hentaði fólkinu því að kalla mig nasista," sagði Kroos.

„Ég náði að komast yfir þetta. Það getur hver sem er falið sig á bakvið gerviaðgang og móðgað fólk án þess að það sé gert eitthvað í því," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner