Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. mars 2021 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: 433.is 
Óvæntur fundur hjá KSÍ í dag - Mótamál til umræðu
Það var óvæntur fundur í KSÍ í dag
Það var óvæntur fundur í KSÍ í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvæntur fundur fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag en fulltrúar frá félögum í tveimur efstu deildum karla voru á staðnum þar sem mótamál voru rædd. Þetta kemur fram á 433.is

Ársþing KSí fór fram síðustu helgi þar sem lagt var fram tillögur um breytingar á fyrirkomulagi efstu deildar karla. Allar tillögurnar voru felldar og var því haldinn fundur í dag til að ná samkomulagi um breytingu á Íslandsmótinu.

Fjórar tillögur voru kynntar á ársþinginu þar sem Fram, Fylkir, ÍA og starfshópur KSÍ lögðu fram áhugaverðar breytingar á mótinu. Fylkir og ÍA drógu tillögur sínar til baka en hinar tvær tillögurnar voru felldar þar sem þær fengu ekki nægilega mikið fylgi.

Fram lagði til að fjölga liðum í deildinni úr 12 í 14 á meðan starfshópur KSÍ lagði til að halda 12 liðum í deildinni en skipta deildinni í tvo hluta eftir tvöfalda umferð líkt og er gert í dönsku úrvalsdeildinni og víða um Evrópu.

Samkvæmt 433.is fór fram óvæntur fundur í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem reynt er að ná samkomulagi um að breytingar á mótamálum. Þá kemur einnig fram að vonir flestra félaga sé að breyta fyrirkomulaginu fyrir sumarið 2022.

Aðeins er hægt að breyta lögum í gegnum ársþing KSÍ og því reynt eftir bestu getu að ná samkomulagi fyrir næsta þing þannig breytingar gætu tekið gildi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner