Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. maí 2020 16:49
Elvar Geir Magnússon
„Balotelli er of barnalegur"
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Massimo Cellino, forseti Brescia, segist hafa gert mörg mistök á þessu tímabili. Þar á meðal sé að hafa lagt traust á sóknarmanninn Mario Balotelli.

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er í herbúðum Brescia en liðið er á botni ítölsku

Cellino hefur lengi verið umdeildur og er óhræddur við að segja sínar skoðanir. Bresica hefur þrisvar skipt um þjálfara á tímabilinu.

„Ég hef gert nokkur stór kjánaleg mistök á þessu tímabili," segir Cellino.

Er eitt af þeim mistökum að hafa fengið Balotelli?

„Ég vildi fá Balotelli en hann hefur reynst of yfirborðskenndur og barnalegur með hegðun sinni utan vallar. Það er ekki honum að kenna að við séum að falla. Ef barn er ekki kurteist þá er það foreldrunum að kenna svo við verðum að taka einhverja sök," segir Cellino.

Balotelli hefur á ferli sínum verið til sífelldrar umfjöllunar vegna hegðunarvandamála utan vallarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner