Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Frábært fyrir Þrótt Vogum og deildina í heild"
Wilson og Hemmi í veiði árið 2015
Wilson og Hemmi í veiði árið 2015
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Wilson var í gær staðfestur sem leikmaður Þróttar Vogum í sumar. Wilson er fyrrum leikmaður Portsmouth og Stoke en hefur verið án félags í tvö ár.

Wilson er 34 ára og getur bæði spilað á miðjunni sem og í vörninni. Hann spilaði með Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara Þróttar, hjá Portsmouth á árunum 2007-2010.

„Við erum góðir vinir frá tíma okkar hjá Portsmouth og heyrum alltaf í hvor öðrum. Ég missti miðverði eftir tímabilið í fyrra og var alltaf að leita að einum í viðbót. Ég byrjaði að viðra þessa hugmynd við hann fyrr á árinu og hann tók ágætlega í hana," sagði Hermann við Fótbolta.net í dag.

„Smám saman leist honum helvíti vel á þetta. Hann hefur aðgang að þjálfun og félaginu, hann er að taka þjálfarastigin og þetta var því win-win bara."

Hversu stórt hlutverk mun hann leika ínn á vellinum?

„Hann er í sóttkví, hann er í fínu formi en það er svolítið síðan hann spilaði fótbolta náttúrulega. Það er bara að dusta rykið af skónum. Það er stefnan að hann spili í sumar."

Hvernig leist honum á að koma til Íslands, ekkert of kalt?

„Nei, það truflaði hann ekki. Hann hefur heimsótt mig hérna áður og honum fannst þetta rosalega spennandi og það er frábært að fá svona reynslubolta inn í hópinn. Frábært fyrir Þrótt Vogum og deildina í heild."

Þú ert með Andy Pew og Wilson í miðverðinum, eru þeir mögulega of gamlir? „Nei nei, það skiptir engu máli hvað menn eru gamlir ef þeir geta eitthvað í fótbolta. Ég hef engar áhyggjur af því, ekki nokkrar," sagði Hemmi léttur.
Ástríðan - Premier League leikmaður í Vogana og upphitun fyrir 1. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner