Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. maí 2021 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling varð aftur fyrir kynþáttaníði á Instagram
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, kantmaður Manchester City, er vinsælt skotmark fyrir rasista á samfélagsmiðlum og verður oft fyrir fordómum vegna húðlits sins.

Hann varð aftur fyrir fordómum í dag, aðeins tveimur dögum eftir að enski boltinn sniðgekk samfélagsmiðla í mótmælaskyni. Kallað er eftir leiðum til að draga þá sem stunda kynþáttaníð undir fölskum nöfnum til ábyrgðar.

Talsmaður Facebook, sem er fyrirtækið sem á Instagram, hefur tjáð sig um málið. „Þetta er ólíðandi. Við höfum verið að vinna í nýjum tólum sem munu sjálfkrafa hunsa neikvæð skilaboð frá ókunnugum. Það er ekkert eitt sem getur lagað ástandið yfir nóttu, við verðum öll að standa saman í baráttunni gegn fordómum."

Þeir eru minnst þrír áhorfendurnir sem hafa fengið bann fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Sterling. Tveir stuðningsmenn Man City fengu fimm ára bann á meðan einn stuðningsmaður Chelsea fékk lífstíðarbann.
Athugasemdir
banner
banner