Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 21:46
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Titilbaráttuliðin unnu nauma sigra
Balthazar Pierret og Amir Rrhamani í baráttunni í leik Lecce og Napoli.
Balthazar Pierret og Amir Rrhamani í baráttunni í leik Lecce og Napoli.
Mynd: EPA
Titilbaráttuliðin Napoli og Inter unnu bæði í ítölsku A-deildinni í dag og er Napoli með þriggja stiga forystu þegar þrjár umferðir eru eftir. Napoli þarf því sjö stig úr síðustu leikjunum til að vera öruggt með meistaratitilinn.

Napoli vann fallbaráttulið Lecce. Þórir Jóhann Helgason var nálægt því að jafna lekinn en hann kom inn í hálfleik hjá Lecce. Skot hans breytti um stefnu af varnarmanni og Alex Meret markvörður Napoli náði að slá boltann yfir.

Lecce er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið en með óhagstæðum úrslitum á morgun gæti liðið farið niður fyrir punktalínuna.

Inter stóðst pressuna og vann nauman 1-0 sigur gegn Verona í kvöld. Simone Inzaghi stjóri Inter gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá 3-3 jafnteflinu gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Hann er greinilega með seinni leikinn, sem verður á þriðjudag, í huga.

Inter hafði tapað tveimur deildarleikjum á undan þessum og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að vonir liðsins um titilinn yrðu áfram á lífi.

Albanski landsliðsmaðurinn Kristjan Asllani skoraði eina mark leiksins í Mílanó í kvöld en það kom af vítapunktinum eftir að hendi var dæmd á varnarmann Verona.

Lecce 0 - 1 Napoli
0-1 Giacomo Raspadori ('24 )

Inter 1 - 0 Verona
1-0 Kristjan Asllani ('9 , víti)

Cagliari 1 - 2 Udinese
0-1 Oier Zarraga ('27 )
1-1 Nadir Zortea ('35 )
1-2 Thomas Kristensen ('67 )

Parma 0 - 1 Como
0-1 Gabriel Strefezza ('79 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner