banner
   mið 05. júní 2019 08:40
Elvar Geir Magnússon
Maddison og De Ligt orðaðir við Liverpool
Powerade
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt.
Matthijs De Ligt.
Mynd: Getty Images
Koulibaly.
Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Maddison, Felix, Mbappe, Pogba, Klopp, De Ligt, Lo Celso, Suarez og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham hafa öll áhuga á enska miðjumanninum James Maddison (22) hjá Leicester og má bjóðast við tilboðum upp á 60 milljónir punda. (Star)

Kylian Mbappe (20), stjarna Paris St-Germain og Frakklands, hefur farið fram á sölu frá frönsku höfuðborginni. (El Chiringuito)

Forráðamenn Chelsea eru sannfærðir um að Callum Hudson-Odoi (18) muni skrifa undir nýjan samning á Stamford Bridge, þrátt fyrir áhuga frá Bayern München. (Mirror)

Manchester City hefur nýtt sér riftunarákvæði í samningi Joao Felix (19) við Benfica með því að bjóða 106 milljónir punda. (Sun)

Juventus hefur haft samband við Manchester United með áhuga á því að kaupa Paul Pogba (26) aftur. Franski landsliðsmaðurinn er sagður áhugasamur um að fara aftur til ítalska stórliðsins sem hann var hjá 2012-2016. (Guardian)

United gæti fengið argentínska framherjann Paulo Dybala (25) frá Juventus í skiptum fyrir Pogba. (Express)

Liverpool hefur blandað sér í baráttuna um hollenska varnarmanninn Matthijs de Ligt (19) hjá Ajax. Manchester United og Barcelona eru meðal félaga sem vilja fá De Ligt. (Bild)

Unai Emery, stjóri Arsenal, vill fá tvo leikmenn frá Sampdoria. Það eru belgíski miðjumaðurinn Dennis Praet (25) og danski varnarmaðurinn Joachim Andersen (23). (Sun)

Freddie Ljungberg, fyrrum miðjumaður Arsenal, mun bætast í þjálfarateymi Emery hjá Arsenal á næsta tímabili. (Times)

Leicester mun leyfa varnarmanninum Harry Maguire (26) að yfirgefa King Power leikvanginn ef félag gengst að 85 milljóna punda verðmiða. (TeamTalk)

Giovani lo Celso (23), miðjumaður Argentínu og Real Betis, vill ganga í raðir Tottenham. (Sky Sports)

David Beckham vill fá Luis Suarez (32) í nýja MLS-liðið sitt, Inter Miami. (Be Soccer)

Spænski miðjumaðurinn Rodrigo (28) hefur beðið félag sitt, Atletico Madrid, um að gefa sér andrými eftir fréttir um áhuga frá Manchester City. (Deportes Cuatro)

Mónakó hefur einnig áhuga á velska vængmanninum Daniel James (21) hjá Swansea. James hefur verið orðaður sterklega við Manchester United. (Standard)

United hefur boðið 84 milljónir punda í senegalska miðvörðinn Kalidou Koulibaly (27) hjá Napoli. (Corriere dello Sport)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur tilkynnt Real Madrid að danski miðjumaðurinn Christian Eriksen (27) sé ekki til sölu. (Mirror)

Atletico Madrid er bjartsýnt á að fá spænska varnarmanninn Marcos Alonso (28) frá Chelsea. (Mirror)

Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur sett franska varnarmanninn Samuel Umtiti (25) hjá Barcelona efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. Arsenal hefur einnig fylgst með franska U21-landsliðsmiðverðinum Dayot Upamecano (20) sem leikur fyrir RB Leipzig. (Star)

Manchester United hefur sýnt franska sóknarmanninum Sebastien Haller (24) hjá Frankfurt áhuga. (Mail)

Javi Gracia, stjóri Watford, vill fá mexíkóska markvörðinn Guillermo Ochoa (33) á Vicarage Road. Samningur Ochoa við Standard Liege rennur út í sumar. (Record)

Derby mun horfa til Lee Bowyer, stjóra Charlton, ef Frank Lampard tekur við Chelsea. (Mail)

Enski soknarmaðurinn Jay Rodriguez (29) gæti yfirgefið West Brom í sumar fyrir 5 milljónir punda vegna riftunarákvæðis í samningi hans. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner