Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bandarískur landsliðsmaður á leið til PSG?
Sergino Dest
Sergino Dest
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain hefur nú bæst í hóp þeirra liða sem vilja fá Sergino Dest, varnarmann Ajax í sumar. Franskir miðlar fullyrða þetta.

Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, vill byggja sterkt lið í sumar og ljóst er að Thomas Meunier verður ekki áfram hjá félaginu og er því PSG á eftir hægri bakverði.

Hinn 19 ára gamli Sergino Dest er þar efstur á blaði en hann hefur verið að heilla í Hollandi með Ajax. Bayern München og Barcelona hafa bæði áhuga á leikmanninum og nú er PSG komið í baráttuna.

Bandaríski landsliðsmaðurinn er falur fyrir 20 milljónir evra og er PSG nú í bílstjórasætinu.

Bayern var að leiða kapphlaupið um hann áður en kórónaveiran fór að breiðast um heiminn og þá vill Barcelona selja Nelson Semedo og fá Dest til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner