Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Ekki flókið
Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var 'Hammer time' í Vogunum um síðustu helgi þegar Þróttur Vogum vann 4-1 sigur á Haukum í 2. deild karla.

Dagur Ingi Hammer skoraði þrennu fyrir Þróttara og hann er leikmaður fjórðu umferðar í 2. deildinni að mati Ástríðunnar.

„Það er ekki flókið. Það var að sjálfsögðu Dagur Ingi Hammer," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann setti þrennu á móti Haukum og kláraði leikinn á fyrsta hálftímanum."

„Hann sá bara um þetta. 'Ég skal græja þetta'," sagði Gylfi Tryggvason.

Það eru fjórir leikir í 2. deild í dag og á Þróttur Vogum erfiðan útileik fyrir höndum.

2. deild karla
13:00 Reynir S.-Völsungur (BLUE-völlurinn)
14:00 Fjarðabyggð-Njarðvík (Eskjuvöllur)
14:00 Haukar-Magni (Ásvellir)
15:00 KF-Þróttur V. (Ólafsfjarðarvöllur)
Ástríðan - Yfirferð yfir 4. umferð - Línur að skýrast?
Athugasemdir
banner