Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mán 05. júní 2023 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar: Búinn að reka þann aðila eftir þennan leiðinlega misskilning
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var virkilega ánægður með sigur liðsins gegn Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur. Fjögur skipti í röð sem við erum komnir í undanúrslit, maður er eiginlega bara hrærður og stoltur af strákunum fyrir að ná þessum árangri. Það krefst ótrúlegs aga og viljastyrk til að ná þessu svona mörgum sinnum," sagði Arnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

„Sem gamall Þórsari var virkilega gaman að spila á móti þeim. Þeir gáfu líf og sál í verkefnið og gáfu okkur virkilega góðan leik."

Arnar gerði fjórfalda skiptingu þegar um hálftími var til leiksloka. Hann ætlaði sér að loka fyrir markið.

„Þetta var erfiður leikur gegn Breiðabliki, líkamlega og andlega, manni líður eins og það sé korter síðan sá leikur var. Svo kemur maður hingað og spilar gegn liði Þórsara sem hlupu út úr sér lungun. [Þetta snérist um] að fá ferskar lappir, reynslu og loka leiknum," sagði Arnar.

Leikur Breiðabliks og Víkings um helgina hefur verið mikið í umræðunni en Arnar var harðorður í viðtali eftir leikinn þar sem hann talaði m.a. um að uppbótartíminn hafi ekki verið virtur, sem var rangt.

„Það var einhver á bekknum hjá okkur sem sagði að leikurinn væri kominn eina og hálfa mínútu framyfir venjulegan leiktíma, ég er reyndar búinn að reka þann aðila núna eftir þennan leiðinlega misskilning," sagði Arnar og hló.

„Það sem ég tek útúr þessu núna er að þetta var frábær leikur á móti Breiðabliki og þjóðin skemmti sér vel í tvo daga eftir á og er örugglega enn þá að gera það."


Athugasemdir