Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2020 11:04
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Bayern um Thiago: Eðlilegt að skoða nýtt ævintýri
Thiago í leik með Bayern
Thiago í leik með Bayern
Mynd: Sjónvarp Símans
Hansi Flick, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir að félagið hafi lagt allt í að halda spænska miðjumanninum Thiago en það er útlit fyrir að hann sé á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool.

Fjölmargir miðlar frá bæði Englandi og Þýskalandi fullyrða að Liverpool er búið að ganga frá samkomulagi við Thiago og að hann verði keyptur frá Bayern á rúmlega tæpar 35 milljónir punda.

Spánverjinn hefur verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar síðustu ár en hann á aðeins eitt ár eftir af samningnum sínum hjá Bayern.

Bayern bauð honum nýjan samning en hann hyggst þó ekki framlengja. Flick heldur þó enn í vonina en skilur þó að Thiago vilji söðla um og spila í öðru landi.

„Málið er að ég held alltaf í vonina. Ég er mjög jákvæður á þessa hluti," sagði Flick eftir bikarsigur liðsins gegn Bayer Leverkusen í gær.

„Ég veit þó líka að þegar maður er á ákveðnum aldri og þú hefur þegar spilað í spænsku deildinni með Barcelona og þýsku deildinni með Bayern München þá er þörf á því að prófa að spila í annarri deild. Þetta er mjög eðlilegt og mannlegt. Ég er að reyna mitt besta að sannfæra Thiago um að vera áfram. Tíminn verður þó að leiða það í ljós."

„Við eigum eftir að klára Meistaradeildina og erum með stór plön og hann er klárlega partur af þeim,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner