Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs: Get ekki verið reiður út í Kristal
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að Kristall Máni hafi verðskuldað að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt í 3-2 tapinu gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Mikil umræða hefur átt sér stað um rauða spjaldið sem Kristall fékk en hann var á gulu spjaldi er hann skoraði jöfnunarmarkið og fékk síðan annað gula fyrir að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö.

Kristall vissi ekki að það væri bannað og kom því af fjöllum er hann var rekinn a velli.

Arnar segir að þetta hafi verið réttur dómur en hann er þó ekki reiður út í Kristal.

„Já, ég held að þetta hafi verið rautt spjald. Það var algjör synd að hann yfirgaf völlinn því hann er frábær leikmaður. Stuðningsmennirnir hefðu notið þess að horfa á hann spila í 90 mínútur, en þetta var réttur dómur."

„Fyrst var mikil vellíðan að skora markið en svo kom rauða spjaldið. Þetta voru blendnar tilfinningar."


Arnar var spurður hvort hann væri reiður út í Kristal en hann segir svo ekki vera.

„Nei, hann er ungur leikmaður sem við fengum frá FCK fyrir tveimur árum. Hann er með þetta viðhorf þar sem hann elskar að vera með boltann og spila leikinn. Ég get aldrei verið reiður út í hann, heldur er ég stoltur af honum," sagði Arnar við Expressen.
Athugasemdir
banner
banner
banner