Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 18:37
Elvar Geir Magnússon
Kaj Leo og Guðmundur Andri í tveggja leikja bann
Kaj Leo fékk rautt frá Þorvaldi Árnasyni dómara.
Kaj Leo fékk rautt frá Þorvaldi Árnasyni dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Andri fékk rautt fyrir norðan.
Guðmundur Andri fékk rautt fyrir norðan.
Mynd: Akureyri.net - Skapti Hallgrímsson
Aganefnd KSÍ fundaði í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmaður ÍA, og Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður Vals, voru dæmdir í tveggja leikja bann eftir rauðu spjöldin sem þeir fengu í gær.

Kaj Leo kom inn af bekknum í 1-0 tapi ÍA gegn Leikni og fékk rautt í lok leiksins. „Hvað er Kaj Leo að gera??? Keyrir inní bakið á Birgi utan vallar," skrifaði Sæbjörn Steinke í textalýsingunni. ÍA er í harðri fallbaráttu og missir Kaj Leo af leikjum gegn Víkingi og Stjörnunni.

Guðmundur Andri fékk rautt í 1-1 jafntefli KA og Vals. „Átti aldrei séns í boltann og slær Jajalo í andlitið!" skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsingu frá Akureyri. Guðmundur Andri verður í banni í leikjum gegn Keflavík og ÍBV.

Brot Guðmundar Andra má sjá í myndbandi hér neðst í fréttinni.

Pólverjinn Maciej Makuszewski, leikmaður Leiknis, fékk einnig rautt í Breiðholtinu og fékk eins leiks bann. Hann missir af leik Stjörnunnar og Leiknis á mánudag.

Haukur Páll Sigurðsson leikmaður Vals er kominn í leikbann vegna uppsafnaðra áminninga og missir af leik gegn Keflavík á mánudaginn.

Júlíus Magnússon, miðjumaður Víkings, hefur safnað fjórum gulum spjöldum og verður í banni gegn ÍA á laugardaginn.

Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon, varnarmenn ÍBV, verða í banni vegna uppsafnaðra áminninga í leik gegn KA á laugardag.

Kennie Chopart, leikmaður KR, hefur einnig safnað gulum spjöldum og verður í banni gegn Fram seinna í þessum mánuði.

Smelltu hér til að skoða úrskurð aganefndar í dag


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner