Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 13:54
Elvar Geir Magnússon
Stemningin magnast meðal Víkinga í Malmö
Mynd: Twitter/horduragustsson
Í dag klukkan 17 að íslenskum tíma verður fyrri viðureign Svíþjóðarmeistara Malmö og Íslandsmeistara Víkings í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Það er nokkur hópur Víkinga sem er staddur í Malmö og er þegar farinn að lita borgina rauða og svarta.

„Ég sjálfur hef verið í stífri upphitun síðan á sunnudaginn. Ég setti saman skemmtilega dagskrá og spennan er svo sannarlega að magnast. Við erum núna á hinu skemmtilega Lilla torg að syngja og tralla og sálin er tindrandi björt," sagði Halldór Ingi Sævarsson, stuðningsmaður Víkings, við Fótbolta.net.

Hér má sjá frá #EuroVikes stemningunni á Twitter:



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner