Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. júlí 2022 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrell Malacia í Man Utd (Staðfest)
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, með Malacia.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, með Malacia.
Mynd: Man Utd
Manchester United hefur staðfest kaup á hollenska vinstri bakverðinum Tyrell Malacia.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til United í sumar.

Malacia er 22 ára gamall og hefur spilað með Feyenoord allan sinn feril. Hann var á leið til franska félagsins Lyon áður en United kom með tilboð á elleftu stundu.

Feyenoord samþykkti 15 milljón punda tilboð Man Utd og er Malacia núna kominn til félagsins.

Hann kemur til með að veita Luke Shaw samkeppni um stöðu í liðinu, en líklegt er að Alex Telles sé þá á förum.
Athugasemdir
banner
banner
banner