Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Agla María skilaði sokknum til Gunnars
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Agla María Albertsdóttir átti fínan leik með liði sínu Breiðablik þegar liðið fagnaði 3-0 sigri á Keflavík á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. Agla María sem jafnframt fagnar afmæli sínu í dag gaf sér tíma til að ræða við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Við vorum með mikla yfirburði og það munaði miklu að koma þessu marki inn í lok fyrri hálfleiks og svo fannst mér við bara vera með yfirburði í þessu. “ Sagði hún um leikinn en fyrsta mark leiksins kom með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar Clara Sigurðardóttir kom boltanum í netið af stuttu færi.

Fyrir markið hafði Breiðablik farið illa með þó nokkur áltileg marktækifæri en var eitthvað farið að fara um Blikaliðið þegar ekkert gekk að nýta færin?

„Við vissum að það er alveg erfitt að skora á móti Keflavík og hefur verið undanfarið. Og af því tilefni átti ég að skila þessum sokk hérna til Gunna þjálfara Keflavíkur frá liðinu. Það er alltaf verið að tala um einhverja Keflavíkurgrýlu hjá liðinu og ágætt að geta þaggað niður í því.“ En sokkurinn er tilvísun í sokk sem Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur færði sérfræðingum Stöðvar 2 sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik í 2.umferð mótsins.

Agla María sneri aftur til Blika eftir að EM lauk eftir dvöl hjá Hacken í Svíþjóð þar sem mínútur voru af skornum skammti og dvölin mögulega erfið.

„Erfiða og ekki erfiða það hafa örugglega margir verið í erfiðari málum og ég fékk alveg eitthvað að spila en ekki þessi 90 mínútur sem ég vildi fá. Það er bara frábært að spila hérna og þétt leikjaprógramm framundan þannig maður vonandi kemst í sitt besta form. “


Sagði Agla en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir