Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 05. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brunaútsala hjá Juventus - Chiesa og Szczesny ekki í áformum Motta
Mynd: Getty Images

Thiago Motta tók við sem stjóri Juventus í sumar en hann tók við af Max Alegri. Ljóst er að Motta vilji gera ansi margar breytingar á leikmannahópi liðsins.


Federico Chiesa var einn af mörgum sterkum leikmönnum liðsins sem var ekki í leikmannahópi liðsins sem gerði 2-2 jafntefli gegn Brest í æfingaleik um helgina.

„Chiesa var ekki með út af félagaskiptum, sama má segja um aðra sem voru ekki með. Við höfum verið mjög skýrir við þá. Þeir eru hæfileikaríkir en verða að finna önnur lið þar sem þeir fá meiri spilatíma. Ákvörðunin stendur," sagði Motta.

Weston McKennie, Wojciech Szczesny, Arkadiusz Milik, Arthur Melo, Mattia De Sciglio, Daniele Rugani, Filip Kostic og Hans Nicolussi-Caviglia voru meðal þeirra sem voru ekki í leikmannahópi liðsins gegn Brest. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner