Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 05. september 2022 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Var bara að spyrja Aron af hverju hann væri að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosa mikilvægt upp á framhaldið að gera. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Valsmenn eru með frábært lið og frábær gæði. Þeir hefðu alveg eins getað refsað okkur en við stóðumst prófið og tökum þrjú stig," sagði Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég bara verð að viðurkenna að ég sá ekki hver skoraði, en það var ljúft þegar ég sá boltann í netinu."

Damir fannst sigurinn verðskuldaður. „Mér fannst við stjórna allan tímann í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum ekki skorað, gæinn (Frederik Schram) ver ekkert eðlilega vel þarna í markinu. Í seinni hálfleik gáfum við í, skoruðum og sigldum þessu heim."

Undir lok leiks sótti Valur og fékk fast leikatriði. Það endaði með því að Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks handsamaði boltann og í kjölfarið var dæmt brot á Val. Damir fékk í kjölfarið gult spjald.

„Já, hann bara fer inn í Anton og það voru einhver læti. Ég var bara að spyrja Aron (Jóhannsson) af hverju hann væri að þessu. Svo fæ ég gult spjald, ég veit ekki alveg fyrir hvað. Það var ekkert meira en það, allir ferskir eftir leik."

Einhver umræða varð eftir bikartap Blika gegn Víkingum á fimmtudag að Blikar gætu brotnað undir lok móts. Það er ekkert að gerast eða hvað?

„Nei nei, við brotnum ekki," sagði Damir og brosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner