Frakkinn Adrien Rabiot er án félags eftir að hafa yfirgefið Juventus síðasta sumar þegar samningur hans rann út.
Hann var ekki valinn í landsliðshóp Frakka fyrir leiki gegn Ítalíu og Belgíu. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að miðjumaðuriinn sé í vandræðalegri stöðu.
„Adrien Rabiot er í svolítið vandræðalegri stöðu. Samningur hans var að renna út og félög hafa áhuga á honum en hann er núna án félags og æfir ekki í hóp. Ég vona að hann velji sér lið fljótleega sem getur orðið til þess að hann komi aftur til okkar," sagði Deschamps.
Al-Nassr er talinn líklegasti áfangastaðir Rabiot en Cristiano Ronaldo, fyrrum liðsfélagi hans hjá Juventus er mjög spenntur að fá hann til liðs við sig.
Athugasemdir