Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2020 15:07
Elvar Geir Magnússon
Aguero snýr aftur
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Sergio Aguero hefur snúið aftur til hefðbundinna æfinga með Manchester City eftir meðsli á hné.

Aguero er markahæsti leikmaður í sögu City en hefur ekki spilað síðan 22. júní.

Þessi 32 ára leikmaður meiddist á hné í 5-0 sigri gegn Burnley og þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð.

Aguero var því ekki með City í Meistaradeildarleikjunum gegn Real Madrid og Lyon.

Nú er komið landsleikjahlé og Aguero gæti verið á bekknum þegar City mætir Arsenal þann 17. október.

Endurkomu hans verður fagnað innilega hjá City en félagið missti Gabriel Jesus á meiðslalistann snemma á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner