Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. október 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Íslensku strákarnir á Etihad
Hákon Arnar og Ísak spila við Man City
Hákon Arnar og Ísak spila við Man City
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud og hans menn í Milan spila við Chelsea
Olivier Giroud og hans menn í Milan spila við Chelsea
Mynd: EPA
Þriðja umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu klárast í kvöld með átta leikjum en hæst ber að nefna leik Manchester City og FCK á Etihad-leikvanginum. Chelsea mætir þá Milan á Stamford Bridge.

Olivier Giroud snýr aftur til Lundúna. Hann verður væntanlega fremsti maður gegn sínu gamla félagi en þessi lið eigast við í E-riðlinum. Salzburg mætir Dinamo Zagreb fyrr um daginn eða klukkan 16:45.

RB Leipzig og Celtic eigast við í F-riðli og þá spila Evrópumeistarar Real Madrid við Shakhtar Donetsk á Santiago Bernabeu.

Íslensku strákarnir í FCK fá það verðuga verkefni að spila við Manchester City á Etihad. Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson eru allir hluti af aðalliði FCK.

Juventus, sem hefur tapað báðum leikjum sínum í H-riðli, fær tækifæri til að vinna fyrsta leik sinn er Maccabi Haifa mætir á Allianz-leikvanginn.

Leikir dagsins:

E-riðill
16:45 Salzburg - Dinamo Zagreb
19:00 Chelsea - Milan

F-riðill
16:45 RB Leipzig - Celtic
19:00 Real Madrid - Shakhtar D

G-riðill
19:00 Man City - FCK
19:00 Sevilla - Dortmund

H-riðill
19:00 Juventus - Maccabi Haifa
19:00 Benfica - PSG
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner