Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 05. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Guðmunds: Núna er það að duga eða drepast
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er ekkert í sérstaklega góðum málum eftir að hafa tapað fyrir ÍBV, 2-1, í Bestu deild karla í dag, en liðið er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Sumarið hefur verið erfitt fyrir FH-inga. Lið sem hefur síðustu tvo áratugi verið með bestu liðum landsins er að ganga í gegnum mikla krísu.

Staðan í hálfleik var 1-1 og gerði Ólafur Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga á 33. mínútu.

Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark Eyjamanna í byrjun síðari hálfleiks, en FH fékk svo sannarlega færin til að jafna metin og fá stig úr leiknum. Tap var þó niðurstaðan og FH með 19 stig í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti.

„Við vissum það að þegar við myndum koma til Eyja að þetta yrði baráttuleikur og þeir myndu gefa allt í þetta. Við vorum staðráðnir í að mæta þeim í baráttunni og fannst við gera það, en búið að vera saga sumarsins að það eru litlu smáatriðin sem eru að skilja á milli í þessum leikjum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

„Það voru bara þessi litlu atriði, búið að vanta upp á þetta í sumar og það vantaði í dag. Þurfum að snúa bökum saman og gera okkur tilbúna fyrir leikinn á sunnudaginn, risaleikur."

FH-ingar spiluðu 120 mínútur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um helgina, en var einhver þreyta í hópnum?

„Alls ekki. Við vorum búnir að hvíla vel eftir þann leik og allir ferskir. Við róteruðum aðeins í dag en vorum ferskir og þreyta er engin afsökun."

„Núna er það að duga eða drepast. Fjórir leikir eftir og við erum með bakið upp við vegg og það er eins gott að spyrna frá núna,"
sagði Ólafur ennfremur.
Athugasemdir
banner