Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Túfa um Sigga Lár: það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Hallgrímur J: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
banner
   mið 05. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Guðmunds: Núna er það að duga eða drepast
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er ekkert í sérstaklega góðum málum eftir að hafa tapað fyrir ÍBV, 2-1, í Bestu deild karla í dag, en liðið er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Sumarið hefur verið erfitt fyrir FH-inga. Lið sem hefur síðustu tvo áratugi verið með bestu liðum landsins er að ganga í gegnum mikla krísu.

Staðan í hálfleik var 1-1 og gerði Ólafur Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga á 33. mínútu.

Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark Eyjamanna í byrjun síðari hálfleiks, en FH fékk svo sannarlega færin til að jafna metin og fá stig úr leiknum. Tap var þó niðurstaðan og FH með 19 stig í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti.

„Við vissum það að þegar við myndum koma til Eyja að þetta yrði baráttuleikur og þeir myndu gefa allt í þetta. Við vorum staðráðnir í að mæta þeim í baráttunni og fannst við gera það, en búið að vera saga sumarsins að það eru litlu smáatriðin sem eru að skilja á milli í þessum leikjum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

„Það voru bara þessi litlu atriði, búið að vanta upp á þetta í sumar og það vantaði í dag. Þurfum að snúa bökum saman og gera okkur tilbúna fyrir leikinn á sunnudaginn, risaleikur."

FH-ingar spiluðu 120 mínútur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um helgina, en var einhver þreyta í hópnum?

„Alls ekki. Við vorum búnir að hvíla vel eftir þann leik og allir ferskir. Við róteruðum aðeins í dag en vorum ferskir og þreyta er engin afsökun."

„Núna er það að duga eða drepast. Fjórir leikir eftir og við erum með bakið upp við vegg og það er eins gott að spyrna frá núna,"
sagði Ólafur ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner