Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 05. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég ætla að byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Besta liðið vinnur alltaf og þær verðskulda þetta.“

Voru fyrstu orð Péturs Péturssonar þjálfara Vals eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks eftir markalaust jafntefli liðanna á N1 Vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Við skoruðum ekki mark sem var það sem við þurftum en við töpuðum ekki titlinum í þessum leik.“

Bætti Pétur síðan við.

Leikurinn í dag bar þess sterk merki hvað væri undir. Baráttan á vellinum var gríðarleg og ekkert gefið eftir á báða bóga. Stemmingin í stúkunni var líka góð en 1625 manns voru mætt á völlinn sem er áhorfendamet í Bestu deild kvenna.

„Þetta var góður baráttuleikur og frábært að sjá allt þetta fólk fylla stúkuna. Ég held að fólk ætti að halda áfram að mæta í stúkuna út um allt land hjá stelpunum.“

Að afloknum þessu tímabili þar sem Valur vinnur Mjólkurbikarinn en missir af Íslandsmeistaratitlinum er mögulega við hæfi að spyrja. Hvað er næst hjá Val?

„Það er bara frí.“ Svaraði Pétur kíminn að vanda en bætt síðan við.

„Við vorum að telja þetta saman nýlega og eitthvað sem ég er mjög stoltur af að þetta er sjötta árið í röð sem við erum að vinna eða berjast um að vinna titlinn. Ég er stoltur af þessu liði sem við bjuggum til á þessu ári og vill þakka þeim kærlega fyrir það.“

Pétur sneri því næsta laglega á fréttaritara er hann spurði um framtíðaráform Pétur. Hvort hann hyggðist eitthvað taka sér frí frá þjálfun eða jafnvel hætta.

„Hvað finnst þér ég vera orðinn svona gamall? Ég er með hvítt hár og allt. Ég er með tveggja ára samning við Val og það er staðan eins og hún er í dag.“

Sagði Pétur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner