Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 05. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég ætla að byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Besta liðið vinnur alltaf og þær verðskulda þetta.“

Voru fyrstu orð Péturs Péturssonar þjálfara Vals eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks eftir markalaust jafntefli liðanna á N1 Vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Við skoruðum ekki mark sem var það sem við þurftum en við töpuðum ekki titlinum í þessum leik.“

Bætti Pétur síðan við.

Leikurinn í dag bar þess sterk merki hvað væri undir. Baráttan á vellinum var gríðarleg og ekkert gefið eftir á báða bóga. Stemmingin í stúkunni var líka góð en 1625 manns voru mætt á völlinn sem er áhorfendamet í Bestu deild kvenna.

„Þetta var góður baráttuleikur og frábært að sjá allt þetta fólk fylla stúkuna. Ég held að fólk ætti að halda áfram að mæta í stúkuna út um allt land hjá stelpunum.“

Að afloknum þessu tímabili þar sem Valur vinnur Mjólkurbikarinn en missir af Íslandsmeistaratitlinum er mögulega við hæfi að spyrja. Hvað er næst hjá Val?

„Það er bara frí.“ Svaraði Pétur kíminn að vanda en bætt síðan við.

„Við vorum að telja þetta saman nýlega og eitthvað sem ég er mjög stoltur af að þetta er sjötta árið í röð sem við erum að vinna eða berjast um að vinna titlinn. Ég er stoltur af þessu liði sem við bjuggum til á þessu ári og vill þakka þeim kærlega fyrir það.“

Pétur sneri því næsta laglega á fréttaritara er hann spurði um framtíðaráform Pétur. Hvort hann hyggðist eitthvað taka sér frí frá þjálfun eða jafnvel hætta.

„Hvað finnst þér ég vera orðinn svona gamall? Ég er með hvítt hár og allt. Ég er með tveggja ára samning við Val og það er staðan eins og hún er í dag.“

Sagði Pétur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner