Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 05. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég ætla að byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Besta liðið vinnur alltaf og þær verðskulda þetta.“

Voru fyrstu orð Péturs Péturssonar þjálfara Vals eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks eftir markalaust jafntefli liðanna á N1 Vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Við skoruðum ekki mark sem var það sem við þurftum en við töpuðum ekki titlinum í þessum leik.“

Bætti Pétur síðan við.

Leikurinn í dag bar þess sterk merki hvað væri undir. Baráttan á vellinum var gríðarleg og ekkert gefið eftir á báða bóga. Stemmingin í stúkunni var líka góð en 1625 manns voru mætt á völlinn sem er áhorfendamet í Bestu deild kvenna.

„Þetta var góður baráttuleikur og frábært að sjá allt þetta fólk fylla stúkuna. Ég held að fólk ætti að halda áfram að mæta í stúkuna út um allt land hjá stelpunum.“

Að afloknum þessu tímabili þar sem Valur vinnur Mjólkurbikarinn en missir af Íslandsmeistaratitlinum er mögulega við hæfi að spyrja. Hvað er næst hjá Val?

„Það er bara frí.“ Svaraði Pétur kíminn að vanda en bætt síðan við.

„Við vorum að telja þetta saman nýlega og eitthvað sem ég er mjög stoltur af að þetta er sjötta árið í röð sem við erum að vinna eða berjast um að vinna titlinn. Ég er stoltur af þessu liði sem við bjuggum til á þessu ári og vill þakka þeim kærlega fyrir það.“

Pétur sneri því næsta laglega á fréttaritara er hann spurði um framtíðaráform Pétur. Hvort hann hyggðist eitthvað taka sér frí frá þjálfun eða jafnvel hætta.

„Hvað finnst þér ég vera orðinn svona gamall? Ég er með hvítt hár og allt. Ég er með tveggja ára samning við Val og það er staðan eins og hún er í dag.“

Sagði Pétur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir