Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 05. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég ætla að byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Besta liðið vinnur alltaf og þær verðskulda þetta.“

Voru fyrstu orð Péturs Péturssonar þjálfara Vals eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks eftir markalaust jafntefli liðanna á N1 Vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Við skoruðum ekki mark sem var það sem við þurftum en við töpuðum ekki titlinum í þessum leik.“

Bætti Pétur síðan við.

Leikurinn í dag bar þess sterk merki hvað væri undir. Baráttan á vellinum var gríðarleg og ekkert gefið eftir á báða bóga. Stemmingin í stúkunni var líka góð en 1625 manns voru mætt á völlinn sem er áhorfendamet í Bestu deild kvenna.

„Þetta var góður baráttuleikur og frábært að sjá allt þetta fólk fylla stúkuna. Ég held að fólk ætti að halda áfram að mæta í stúkuna út um allt land hjá stelpunum.“

Að afloknum þessu tímabili þar sem Valur vinnur Mjólkurbikarinn en missir af Íslandsmeistaratitlinum er mögulega við hæfi að spyrja. Hvað er næst hjá Val?

„Það er bara frí.“ Svaraði Pétur kíminn að vanda en bætt síðan við.

„Við vorum að telja þetta saman nýlega og eitthvað sem ég er mjög stoltur af að þetta er sjötta árið í röð sem við erum að vinna eða berjast um að vinna titlinn. Ég er stoltur af þessu liði sem við bjuggum til á þessu ári og vill þakka þeim kærlega fyrir það.“

Pétur sneri því næsta laglega á fréttaritara er hann spurði um framtíðaráform Pétur. Hvort hann hyggðist eitthvað taka sér frí frá þjálfun eða jafnvel hætta.

„Hvað finnst þér ég vera orðinn svona gamall? Ég er með hvítt hár og allt. Ég er með tveggja ára samning við Val og það er staðan eins og hún er í dag.“

Sagði Pétur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner