banner
   þri 05. nóvember 2019 17:05
Elvar Geir Magnússon
Rauða spjaldið á Son fellt niður - Rangur dómur
Rauða spjaldið fellt niður.
Rauða spjaldið fellt niður.
Mynd: Getty Images
Rauða spjaldið sem Heung-min Son, leikmaður Tottenham, fékk gegn Everton hefur verið fellt niður. Suður-Kóreumaðurinn þarf því ekki að taka út neitt leikbann.

Son braut á Andre Gomes sem fór ansi illa út úr samstuði sem hann lenti í í kjölfarið.

Dómari leiksins ætlaði að gefa Son gult spjald en breytti ákvörðuninni í rautt spjald. Son fór af velli miður sín vegna meiðsla Gomes.

Tottenham áfrýjaði rauða spjaldinu og vann málið. Dómstóll taldi að brottvísunin hafi verið kolrangur dómur.


Atvikið má sjá hér (meiðsli Gomes ekki með):

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner