Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. nóvember 2020 11:16
Magnús Már Einarsson
Heimild: Vísir 
Tjón upp á yfir hálfan milljarð í efstu deildum
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félögin í efstu tveimur deildum fótboltans á Íslandi urðu af um hálfum milljarði, hið minnsta, í sumar vegna kórónuveirufaraldursins en þetta kemur fram í fréttaskýringu hjá Sindra Sverrissyni á Vísi í dag.

Íslenskur toppfótbolti tók saman áætlað tekjufall sinna aðildarfélaga í sumar vegna kórónuveirunnar. Félögin misstu af tekjum af miða- og veitingasölu á leikjum, og af ýmiss konar viðburðahaldi og yngri flokka mótum. Ekki er tekið tillit til skertra samninga við fyrirtæki.

Eftir að svör höfðu fengist frá 20 félögum í efstu tveimur deildunum nam heildarupphæðin um 400 milljónum króna. Þá hafði þó ekki borist svar frá ÍBV en ljóst er að Eyjamenn urðu af tugum milljóna króna þar sem að ekki var haldin Þjóðhátíð í ár. Sú upphæð skiptist þó á fleiri deildir félagsins en knattspyrnudeildina, að því er fram kemur í frétt Vísis.

Stjórnvöld hafa boðað „umfangsmiklar stuðningsaðgerðir“ við íþróttastarf í landinu á næstunni en félög geta sótt um styrki vegna launa- og verktakagreiðslna frá og með 1. október síðastliðnum, og sérstaka styrki vegna tekjufalls frá 1. júní til 1. október.

„Við vonum það og að auðveldara verði fyrir félögin að fara inn í þennan vetur, þegar við vitum að enn þarf að búa við þessar sóttvarnaaðgerðir og að reksturinn þyngist hjá þeim fyrirtækjum sem félögin lifa á með auglýsingasamningum og þess háttar. Þetta mun hjálpa til við að komast í gegnum þennan vetur, og vinna til baka tekjur sem töpuðust í sumar," segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá ÍTF, í samtali við Vísi.

Smellu hér til að lesa fréttina á Vísi
Athugasemdir
banner
banner
banner