banner
   fim 05. desember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Crouch líkti Everton við Andorra
Mynd: Getty Images
Peter Crouch er vinsæll í knattspyrnuheiminum og kemur oft með skemmtilega vinkla á hin ýmsu mál innan knattspyrnunnar.

Liverpool mætti Everton í nágrannaslag í gærkvöldi og var Mohamed Salah ekki í byrjunarliði heimamanna. Crouch var spurður út í þetta og gaf skemmtilegt svar, þar sem honum tókst að líkja sjálfum sér við Salah og Everton við Andorra með einni setningu.

„Já ég veit - þetta er eins og þegar England spilaði við Andorru og ég var ekki í byrjunarliðinu," svaraði Crouch léttur.

Crouch lék fyrir Liverpool í þrjú ár og skoraði 42 mörk í 134 leikjum fyrir félagið. Hann var mikils metinn af stuðningsmönnum þrátt fyrir að vera ekki sérlega mikill markaskorari, enda öflugur í loftinu og með furðulega góða tækni.

Markaskorunin gekk þó talsvert betur með enska landsliðinu þar sem Crouch tókst að gera 22 mörk í 42 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner